Menu

Newest blogs

Newest albums

Ágúst Atlason Ágúst Atlason | Thursday 24. September 2009

Focus Westfjords í Vísindaportinu

Skutulsfjörður
Skutulsfjörður
Á Vestfjörðum þvælist enn um ameríkaninn Matt. Hefur hann verið hér undanfarinn mánuð við að mynda og hitta fólk um alla Vestfirðina. Má segja að hann hafi ekið þá mest alla, að undanskildum Árneshreppnum og svo auðvitað þeim stöðum sem eigi er akandi. Það má finna nýtt efni undir Towns og þá prófíl um Reykhóla. Hitti Matt mjög mikið af áhugaverðu fólki og fékk svo ábendingar um enn fleiri og eru það upplýsingar sem við ætlum að vinna úr næstu mánuði. Matt sagðist greinilega finna fyrir því að fólk sé farið að kannast við verkefnið og er það vel og þökkum við áhugann. Því miður gat ég ekki farið með honum að þessu sinni vegna anna, en maður er víst í fullu starfi líka.

 Nú ætlum við að fara að finna nokkra einstaklinga víðsvegar um Vestfirðina sem við gætum heimsótt og fengið að eyða degi eða tveim með og mynda hið daglega líf og spjalla létt um lífið og tilveruna. Stefnt er á að framkvæma þessa vinnu í janúar. Allar ábendingar um áhugavert og viljugt fólk til að taka þátt í þessu með okkur eru vel þegnar.

Svo langar mig að benda áhugasömum á að Matt mun verða með smá tölu um verkefnið í Háskólasetri Vestfjarða í hádeginu á morgun, nánara tiltekið kl: 12:15, endilega láttu sjá þig, hafir þú tök á því!

Submit a comment:


Vefumsjón