Menu

Newest blogs

Newest albums

Ágúst Atlason Ágúst Atlason | Wednesday 3. February 2010

Tálknafjörđur, Bíldudalur&Patreksfjörđur

Á Barđaströnd
Á Barđaströnd
Ég tók mér viku frí, fyrir þrem vikum síðan. Átti erindi til Reykjavíkur og hittist það svo skemmtilega á að Matt var á leiðinni til Íslands á svipuðum tíma þannig að ég fór og sótti hann til Keflavíkur. Þaðan ókum við beint vestur og var förinni heitið til sunnanverðra Vestfjarða. Framundan var frábært ferðalag um svæði sem mér hefur alltaf þótt spennandi og var mikill hugur í okkur, enda ekki unnið í verkefninu síðan í september 2009. Þá gat ég lítið verið með og ég var orðinn mjög spenntur yfir að geta eytt í þetta nokkrum dögum. Renndum í hlað á Eyrarhúsi í Tálknafirði þá um kvöldið eftir fínasta myndatökudag, en við stoppuðum út um allt eftir að á Vestfirðina var komið og lékum okkur svolítið með myndavélarnar. Birtan er ekki mikil þessa dagana þó dag sé að lengja, en fyrir tæpum 3 vikum var birtan enn minni en hún er í dag, maður sér alveg daga muninn, sólin sást svo á föstudaginn. Sólin er merkileg á þessum tíma fyrir okkur því við höfum ekki séð hana t.d á Ísafirði í 6 vikur. Bærinn minn vaknar svolítið við sólina :)

Skrímslasetriđ
Skrímslasetriđ
En þetta er ekki sagan af Ísafirði heldur 3 skemmtilegum sjávarþorpum, Patreksfirði, Bíldudal&Tálknafirði.
Þegar við komum á Tálknafjörð, beið okkar hús sem hann Níels Ársælsson leyfði okkur að gista í þessa daga sem við vorum á svæðinu og kunnum við honum kærar þakkir fyrir.
Næsta morgun var haldið á Bíldudal og Skrímslasetrið skoðað, rætt við fjölskylduna, allavega þann hluta hennar sem rekur sjoppuna/búðina/verslunina Vegamót og kíktum við á Tónlistasafn Jóns Kr. Ólafssonar, Minningar melódíunnar. Hann Jón Þórðarsson bauð okkur svo í kaffi í galleríinu sínu og sagði okkur frá ferð sem hann ætlaði með okkur á sunnudeginum ef við gætum. Gengum líka aðeins um bæinn og mynduðum fólkið, göturnar og húsin, jafnvel báta!

Ţröstur og Lassi
Ţröstur og Lassi
Daginn eftir skelltum við okkur á Patreksfjörð og hittum þar fyrir Þröst Reynisson og spjölluðum við hann í dágóða stund á kaffistofu áhaldahúsins þar í bæ. Síðan var haldið í rölt um bæinn og og hann myndaður í þurru en léttskýjuðu veðri. Mikið meira komumst við ekki yfir en jú mynduðum Þröst út á miðri götu í myrkrinu rétt áður en við fórum. Lassi var með honum en það er leitarhundurinn hans, Flottur hvutti hann Lassi og hörku model....

Nilli, Jón og Soffía
Nilli, Jón og Soffía
Á laugardeginum fórum við svo í gönguferð með Jóni Þórðarsyni, Nilla, Soffíu og tíkinni Snátu. Haldið var í átt að Arnarstapa og var fjaran gengin út Tálknafjörðinn. Frábær ferð í alla staði og sáum við ýmislegt merkilegt á þessari leið en þarna eru miklar minjar um gamlan búskap í Tálknafirði og má sjá þar mjög mikið af minjum fyrri tíma. Svo komum við að Stöpunum sem eru alveg sér kapítuli út af fyrir sig, en þetta er mjög falleg lítil strönd með sandi og 2 flottum klettum standandi upp úr fjörunni. Magnaður staður að sumri til að skoða, en vetrarlúkkið vara bara flott líka og alveg þess virði að upplifa.


Kirkjan í Stóra-Laugardal
Kirkjan í Stóra-Laugardal
Heimferð var svo áætluð seinnipart sunnudags en um hádegið fórum við að skoða fjörurnar með Nilla og Jóni og einnig kirkjuna í Stóra-Laugardal. Mjög falleg kirkja sem var innflutt af norðmönnum og vígð árið 1907. Skelltum okkur svo í fjöruna við Kvígindisfell að skoða það sem heimamenn kalla Bæir en þar eru klettar, steinar og björg í allra kvikinda líki á gulri sandströndu. Stórkostlegt!

Skemmtileg ferð í alla staði!

Comments:

#1

Vala, Thursday 04 February | 11:19

Flottar myndir hjá ykkur..hlakka til ađ sjá meira :)

#2

Rakel Guđfinns, Friday 05 February | 09:26

Stórkostlegar myndir! Stórbrotiđ landslag!

Submit a comment:


Vefumsjón